sunnudagur, apríl 22

if your happy and u know it clap your hands!

blast from the past...
þetta var hið yndislega 22 ára afmælispartíið mitt þar sem Helgi djazz og Davíð Þór og Ólöf mættu suprise og tóku eitt gott djamm session. yndislegt alveg. hvern hefði grunað að JT og Beyoncé hefði hljómað undurfallega á fiðlu, hljómborði og trommum einu saman?



reyndar réðst bandbrjálaður handrukkari á mig seinna um kvöldið og ég endaði vælandi inni á priki með vægan heilahristing, en það er svo allt önnur saga.
ég held að þetta verði án efa að flokkast sem eitt það flottasta partí sem Laugavegurinn sá og sem ég hef haldið. Rautt, sérsaumað átfitt, jelló skot og troðinn ísskápur af kanabjórnum hennar frænku, hvernig á ég að toppa þetta í ár???

ég hélt líka ofsalega skemmtilega upp á 18 ára afmælið mitt...
bar reyndar smá keim af dekraðri pabbastelpu sem fékk hvað sem hugann girntist en ég meina kommon, hann átti skemmtistað, það lá í augum upp að ég fengi glæslegar veitingar, opin bar, plötusnúð og veislu fyrir 60 manns; var það ekki?

hvað skal gera í ár?
ég geri mér grein fyrir því að það er langt í áfangann en glöggir ættu að vita hversu mikið afmælisbarn ég er og sérstaklega svona party planner...
ætli það sé ekki það sem ég er svekktust með að fresta útskrift fram á haust, ég sem ætlaði að halda svo flott sumarpartí... en jæja, haust partí verður eflaust líka flott.. með súkkulaði gosbrunni og pabba á mækinum ,,play me a song youre a piano man......"
stelpuarnar mínar úr þessu sama afmæli einmitt, pelsa þemi mikill.
elsan mín kom í mat til mín á föstudagskvöldið.
það var virkilega almennilegt og fullorðins.
ég skokkaði og keypti í eðal rjómalagaðan pasta rétt og eftirrétt á 1400 krónur og elsan mín kom með kampavín sem er tvisvar sinnum dýrari en það úr fríhöfninni. í litlu kytrunni minni hreiðruðum við um okkur, kveiktum á kertum og dilluðum okkur við djazz diskinn sem arna mín skrifaði fyrir mig, deildum dýpstu hjartans óskum og þrám, borðuðum ís-kaffi myntuís og drukkum kúbverskt kaffi.
þetta kalla ég góða kvöldstund.
þetta var svona eitt af þessu virkilega góðu stundum sem maður á með fólkinu sem maður elskar. stelpurnar mínar, mi familie! alveg yndislegt í alla staði.
eiki minn kíkti í heimsókn og minnti það óneitanlega á Kaffibrennslu-hitting í gamaldaga, fyrir tíma tvöþúsund og eitthvað. svo merkilegt hvað hlutirnir breytast en fólkið heldur sér. það er eflaust rétt hjá eika þegar hann sagði að ég yrði alltaf nýdottin í 17 ára, hann verður alltaf 22 ára fyrir mér...
brúðkaup, barneignir og fasteignakaup, en alltaf prakkarar í hjartanu.

það er ekki gefið að eiga góða vini. eða góða fjölskyldu. eða bara bæði.
ég er heppin. eflaust eitt það svið sem ég er hvað heppnust á, ég á góða vini og ennþá betri fjölskyldu.
jæja nú er væmninni lokið, var einhvern farin að kúgast? eða kannski bara tárast, það væri enn betra...

fyrrverandi tilkynnti mér um daginn að honum þætti vænt um mig, hann sagðist vera í átaki að láta fólk sem honum þykir vænt um vita af því. mér finnst þetta falleg pæling og kom hún mér í opna skjöldu en ég ætla bera þetta átak hans áfram og vona að það smitist á aðra.

að öðru.
ég er enn að deita. að vísu eyddi ég helginni í keflvískum faðmi en hugurinn var að hluta til í vesturbænum svo enginn hætta ætti að vera þar á ferð.
mér þykir mjög vænt um öll símtölin sem ég fékk tengdum áhyggjum yfir ástarsorg, ég er bara hress, greinilegt að fólki fannst komin tími til að ég færi eitthvað að virkjast.hmmm.

á miðvikudaginn þá fór ég með vinnu-vinkonu minni og sessunaut í kringluna að kaupa kveðjugjöf handa yfirmanninum mínum. undanfarið hef ég fundið hjá mér mikla verslunarþörf. mig langar í fallega kjóla og fallega skó. sem betur fer er tískan mjög agree-able akkúrat núna, mér finnst bókstaflega allt í búðunum fallegt.
hvað um það, við röltum nokkrar búðir og þar sem hún sá eitthvað sá ég ekki neitt og öfugt, mismunandi er jú smekkur kvenna.
hún staldraði við Karen Millen og sagðist aðeins ætla kíkja, Leonard væri jú við hliðana á henni. ég tilkynnti henni hátt og snjallt að karen millen væri ekki búð sem ég verslaði í, takk fyrir. en ég ákvað samt að kíkja inn með henni. svona til að vera kurteis. og ég var pínu forvitin. það eru svo margar konur í vinnunni í henni karen, kannski, bara kannski....
ég var ekki búin að vera nema 3.5 mín inni í búðinni þegar ég var komin í mátunarklefa með einn kjól og tvennar gallabuxur.
ég kom út í ofurfallega kjólnum. hann er ofsalega fallegur og mjög sumar/kappaflingfling vænn. ég stóð frammi og skoðaði mig í speglunum og spurði kappafling um ráð og álit. henni fannst hann æði. af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá var sölustelpan ekki sammála og benti mér á það að hann væri oflítill og rétt mér annan í stærri stærð og öðrum lit. ég álpaðist inn í mátunarklefann og prufaði þennan stærri. hann pokaðist á mér og var asnalegur. ég kom fram og sölustúlkan var horfin í slúður á kassanum með einhverri eldri konum sem vann þarna, eða þóttist vinna þarna. kappafling fannst hinn fallegri og ráðlagði mér að kaupa hann, ég þyrfti bara að passa mig að fitna ekki um gramm, ,,er það nokkuð heldur á planinu að fitna?" ég neitaði því að sjálfsögðu, ég held ég geti fullyrt að það hafi aldrei verið á planinu mínu að fitna, ekki meðvitað amk.
jæja með fallega kjólinn fór ég að kassanum. konu-rófurnar litu varla upp, hvað þá voru kurteisar eða þjónustulundaðar heldur bara tóku kjólinn og pökkuðu honum inn og tóku gyllta kortið sem ég rétti þeim.
þetta var full blown Pretty Woman atvik! nema ég var með kort, ekki hórulega klædd í 12 cm leður hælum og reitt hár. nei ég var bara ósköp venjuleg í kínaskyrtunni minni og svörtum niðurþröngum buxum og svörtum hælum. ekkert til að neita mér um aðstoð í útliti mínu.
þetta sló mig reyndar ekki útaf laginu, mér fannst þetta lýsandi fyrir svona dömur sem halda þær séu all that því þær eru með 30% afsl í millen og vinna í búð í kringlunni, whúpídei!

það sem mér fannst heldur merkilegara var þegar ég mætti í vinnuna daginn eftir í ofurfallega kjólnum sem fékk ómælda athygli og hrós þa fékk hann einnig komment um hversu átakanlegt það er að versla í millen. allar konurnar voru farnar að sniðganga verslunina því þjónustan var lítil sem enginn og alltaf fengu þær fyrirlitningar augnlit frá tískudrósunum sem héngu á kassanum.
merkilegt alveg.

en jey, ég er fullorðin og ég er kona. ég er farin að kaupa vönduð föt. geng kannski ekki alveg svo langt að ég segi skilið við HogM en ég finn að hugsanahátturinn er farin að breytast og kjólunum í skápnum hefur fjölgað allsvakalega.


fyrsta prófið er skynjunarsálfræði 30.apríl, sjón og heyrn, mikil líffræði þar á ferð.
næsta próf er persónuleikasálfræði eða perrinn, viku seinna, 7.maí og þá eru prófin búin.
fyrstu skil BA er 4.júní.
líf mitt eru sémsagt dagsetningar þessa dagana.

best að fara veiða með marel og pabba.

siggadögg
-sem varð svo lánsöm og holl að hun borðaði sushi tvisvar í seinustu viku-

5 ummæli:

eks sagði...

Svo næst er það bara shopping spree ( afs stafs!)
Í RÓM þar sem við eyðum báðar ;) JÍHA

Takk fyrir geðveikt kvöld, þetta er nú bara alveg lífsnauðsynlegt finnst mér :)

Nafnlaus sagði...

Það var nú reyndar kremað og fjólublátt sérsaumað átfitt í þessu umrædda partýi. Rauða dressið var e-ð annað.

Arna

Sigga Dögg sagði...

rautt var rauðvín, það var komma á milli.

shopping spree it is my elsí pelsí :)

Nafnlaus sagði...

hehe...ætlaði að kommenta sömuleiðis eins og Arna..en hætti snögglega við þegar ég sá kommuna! þetta var nefninlega svo undursamlega fallega sérsaumað outfitt - svona Yasmin like...very næs...good times

Nafnlaus sagði...

Rautt eins og í rauðvín, nú skil ég.

Arna öfundsjúka